Afskurður af fiski nýtist við framleiðslu fæðubótarefna sem m.a. styrkja liði

Hólmfríður Sveinsdóttir hjá Iceprotein með afurðirnar sem komnar eru á …
Hólmfríður Sveinsdóttir hjá Iceprotein með afurðirnar sem komnar eru á markað. mbl.is/Björn Björnsson

Íslensku fyrirtækin Iceprotein og Protis á Sauðárkróki hafa þróað, framleitt og sett á markað fæðubótarefni úr afskurði á fiski.

Er þetta í fyrsta sinn sem afskurður á fiski er notaður í fæðubótarefni hér á landi. Fæðubótarefnin eru þrjú eins og stendur og nefnast þau Amínó Liðir, Amínó Létt og Amínó 100%.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis, fyrstu viðtökur lofa góðu og lagerinn hafi fljótlega klárast í sendingum til heilsuvöruverslana og apóteka. Hún segir fæðubótarefnin styrkja liði, stuðla að þyngdartapi og auka úthald þeirra sem neyta þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert