Björgólfur áfrýjar skaðabótamáli

Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator.
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator. Rax / Ragnar Axelsson

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstarétts í skaðabótamáli sínu gegn Róberti Wessman og Árna Harðarsyni. Björgólf­ur sakaði tví­menn­ing­ana um að hafa dregið að sér millj­ón­ir evra af reikn­ingi Acta­vis sem for­stöðumenn fé­lags­ins Salt In­vest­ments.

Frétt mbl.is: Sýknaðir af kröfu Björgólfs

Sam­kvæmt stefn­unni taldi Björgólf­ur sig hafa orðið fyr­ir fjár­tjóni vegna aðgerða Ró­berts og Árna. Krafðist hann þess að þeir greiddu sér tvær millj­ón­ir evra í skaðabæt­ur. Þeir Ró­bert og Árni voru sagðir hafa fært fjór­ar millj­ón­ir evra sem voru í vörslu Acta­vis inn á reikn­ing fé­lags­ins Salt In­vest­ments. Féð hafi verið eign fé­lags­ins Main­see en Björgólf­ur var í skiptri ábyrgð fyr­ir skuld­um síðast­nefnda fé­lags­ins. Með þessu taldi hann tví­menn­ing­ana hafa gengið gegn hags­mun­um fé­lags­ins.

Héraðsdóm­ur taldi Árna hins veg­ar hafa verið í fullu umboði til að flytja fjár­mun­ina. Ekki hafi verið sýnt fram á sak­næmi eða ólög­mæta hátt­semi. Þá bendi ekk­ert til þess að Ró­bert hafi komið á ákvörðun­inni um milli­færsl­una.

Því voru Ró­bert og Árni sýknaðir af öll­um kröf­um Björgólfs sem þarf að greiða tví­menn­ing­un­um 1,6 millj­ón­ir króna í máls­kostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert