Lekandabakteríur berist erlendis frá

Fjölónæmi meðal lekandabaktería fer hins vegar vaxandi víða erlendis og …
Fjölónæmi meðal lekandabaktería fer hins vegar vaxandi víða erlendis og getur borist til Íslands með tíðum ferðalögum fólks á milli landa. Morgunblaðið/Eggert

Fjölónæmar lekandabakteríur hafa ekki greinst á Íslandi á síðastliðnum árum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknis. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi að tilfell­um fjölónæmra lek­anda­sýk­inga færi fjölg­andi á Íslandi en sjúk­dóm­ur­inn get­ur valdið ófrjó­semi og al­var­leg­um sýk­ing­um. 

„Fjölónæmi meðal lekandabaktería fer hins vegar vaxandi víða erlendis og getur borist til Íslands með tíðum ferðalögum fólks á milli landa. Samkvæmt skýrslu sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) um kynsjúkdóma á svæðinu, „Sexually transmitted infections in Europe 2013“, er tíðni lekanda hér á landi lág miðað við aðrar þjóðir Evrópusambandsins. Tíðni lekanda á Íslandi jókst marktækt á árunum 2004–2005 en hefur síðan verið nokkuð stöðug,“ segir í tilkynningu sóttvarnarlæknis á vef Landlæknis. 

„Lekandi og aðrir kynsjúkdómar geta haft alvarlegar afleiðingar og það er því full ástæða til að hvetja einstaklinga til ábyrgs kynlífs með notkun smokka.

Til að tryggja árangur meðferðar og vakta næmi hjá lekandabakteríunni verður að taka sýni í ræktun og næmispróf. Þetta á einnig við þegar lekandinn hefur verið staðfestur með greiningu erfðaefnis því sýklalyfjanæmi fæst ekki með þeirri greiningaraðferð,“ segir einnig í tilkynningunni. 

Frétt mbl.is: Sýklalyf dugi ekki við lekandanum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert