Lýst eftir fanganum

Ingólfur Snær Víðisson
Ingólfur Snær Víðisson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni, 20 ára, sem strauk frá fangelsinu að Sogni sl. sunnudagskvöld. Hinn fanginn fannst í Reykjavík í gær og er hann kominn á Litla-Hraun þar sem hann heldur áfram að afplána dóm sinn.

Ingólfur Snær, sem er um 182 sm á hæð, var í dökkri úlpu með loðkraga og í dökkum buxum. Hann er ekki talinn hættulegur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ingólfs Snæs, eða vita hvar hann er að finna, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Hafa ekki fundið hinn fangann

Tveir fangar á flótta

Ingólfur Snær Víðisson
Ingólfur Snær Víðisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert