Með kannabis í poka

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur mönnum í kyrrstæðri bifreið í austurborginni um níu leytið í gærkvöldi en þeir voru að reykja kannabis. Annar þeirra afhenti lögreglu poka með kannabis í og var hann látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Um kl. 23:00 var maður handtekinn grunaður um að hafa ekið bifreið inn í garð í Kópavogi. Maðurinn var drukkinn og verður kærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Skömmu fyrir miðnætti var brotist inn í fyrirtæki í Grafarvogi og stolið um 100.000 kr úr söfnunarbauk. Innbrotsþjófurinn er enn ófundinn.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í nótt og tók niður þakrennu á húsi við Spítalastíg að beiðni lögreglunnar en hún hafði losnað í hvassviðrinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert