Hinn fanginn fundinn

Ingólfur Snær Víðisson er fundinn.
Ingólfur Snær Víðisson er fundinn. Ljósmynd/ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ingólfur Snær Víðisson, 20 ára, sem strauk frá fangelsinu að Sogni síðastliðið sunnudagskvöld er fundinn.  

Ingólfur strauk ásamt öðrum ungum fanga en sá fannst í Reykjavík síðastliðinn mánudag. Sá var færður á Litla Hraun og Hall­dór Val­ur Páls­son, for­stöðumaður fang­els­anna tveggja, segir svipað uppi á tengingnum fyrir Ingólf.

„Þegar menn eru teknir í svona stroki byrjum við almennt séð á að flytja þá í lokað fangelsi. Síðan er framhaldið ákveðið eftir það.“

Hvað öryggismál á Sogni varðar segir Halldór að ekki sé farið að skoða neinar breytingar en að eftir allar uppákomur sé gerð úttektaráætlun og niðurstöðumat þar sem starfsfólk og aðrir viðbragðsaðilar sem koma að aðgerðum setjast niður og bera saman bækur sínar. Þetta eigi við hvort sem uppákoman sé fangaflótti, eldur, náttúruhamfarir eða annað tengt rekstrinum sem kalli á sérstök viðbrögð.

Halldór hafði ekki upplýsingar um hvar Ingólfur fannst eða við hvaða kringumstæður.

„Við erum bara ánægð með að þetta mál sé búið og hann sé kominn í okkar hendur aftur.“

Fréttir mbl.is

Lýst eftir fanganum

Hafa ekki fundið hinn fangann

Annar fanginn fundinn

Tveir fangar á flótta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert