Nýtt Íslandsmet í afurðum

Vel er hugsað um féð í Gýgjarhólskoti og ærnar þakka …
Vel er hugsað um féð í Gýgjarhólskoti og ærnar þakka fyrir sig með miklum afurðum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Nýtt Íslandsmet var sett í meðalafurðum sauðfjárbúa á nýliðnu ári. Hver ær á búi Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum skilaði 44,9 kílóum kjöts að meðaltali.

Er það 3,6 kílóum meira en eldra met sem Eiríkur setti á árinu 2012, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Reiknaðar afurðir eftir hverja kind voru 26,9 kíló á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur tekið saman. Er það tæpu kílói minna en árið 2014. RML telur að aðalástæðan fyrir minni afurðum sé erfitt tíðarfar síðastliðið vor sem leiddi til aukinna vanhalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert