Umræða um innviði á villigötum

Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar.
Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar sé á villigötum.

„Hvernig stendur á því að stjórnmálamenn velti fyrir sér af hverju þurfi að eyða fjármunum í ferðaþjónustuna?,“ spurði hún á fundi sem Íslandsstofa boðaði til í morgun um samstarf og markaðssetningu erlendis á árinu 2016.

Hún sagði að stjórnmálamönnum ætti að vera ljóst að um góða fjárfestingu sé að ræða sem muni skila sér margfalt til baka.

Hún nefndi að innan 15 ára geti gjaldeyristekjur Íslands í ferðaþjónustunni numið svipaðri tölu og heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar eru í dag.  Einnig sagði hún að áætlað sé að gjaldeyristekjurnar í ferðaþjónustunni hafi aukist um 100 milljarða króna frá árinu 2013 til 2015.

„Stundum finnst mér eins og stjórnmálamenn séu ekki tilbúnir til að samþykkja þennan nýja veruleika,“ sagði hún. „Það þarf að byggja upp innviði fyrir þessa atvinnugrein eins og aðrar. Uppbyggingin nýtist okkur öllum vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert