Mörgu ábótavant í skólum

Almennt telst ástand í leik- og grunnskólum borgarinnar gott.
Almennt telst ástand í leik- og grunnskólum borgarinnar gott. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði athugasemdir við rúmlega 45% grunnskóla Reykjavíkurborgar vegna rakaskemmda og í um 30% þeirra var talin vera slysahætta.

Þá voru gerðar athugasemdir við um 75% grunnskóla vegna húsnæðis eða húsgagna. Gerðar voru athugasemdir við 70% lóða við leikskóla borgarinnar sem lagfæra þyrfti strax. Þá var fallundirlagi ábótavant á um 40% lóðanna.

Þetta kom m.a. fram í kynningu á reglubundnu eftirliti í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík sem fram fór á fundi Heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert