Svartfuglinn er sestur upp

Svartfugl situr þröngt í bergi. Vart hefur orðið við smáloðnu …
Svartfugl situr þröngt í bergi. Vart hefur orðið við smáloðnu alveg uppi við land. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Svartfuglinn var sestur upp sunnudaginn 7. febrúar. Það er alveg viku fyrr en venjulega. Þá var allt í einu haugur af svartfugli á sjónum og svo fór ég að horfa upp í Ystaklett og þá sat hann á öllum syllum.“

Þannig mælir Georg Eiður Arnarson, skipstjóri á Blíðu VE í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag. Hann er lundakarl frá fornu fari og fylgist vel með náttúrunni.

Georg segir að venjulega kæmi loðnan um það bil viku seinna en svartfuglinn settist upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert