Búið að fella niður bæði Hlíðarmálin

Fjömargir komu og mótmæltu því að mennirnir voru ekki hnepptir …
Fjömargir komu og mótmæltu því að mennirnir voru ekki hnepptir í gæsluvarðhald en nú er ljóst að þeir verða hvorugur ákærður fyrir nauðgun mbl.is/Árni Sæberg

Héraðssak­sókn­ari hef­ur ákveðið að ákæra ekki mann fyr­ir nauðgun í íbúð við Miklu­braut en brotið átti að hafa átt sér stað í vetur. Annað mál gagn­vart manninum og félaga hans var fellt niður fyrr í mánuðinum. RÚV greindi fyrst frá þessu.

 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, staðfestir í samtali við mbl.is ákvörðun héraðssaksóknara en ekki voru taldar líkur á sakfellingu fyrir dómi miðað við þau gögn sem lágu fyrir í málinu.

Frétta­blaðið sagði frá því í nóv­em­ber að íbúðin í Hlíðunum hefði verið búin út­búnaði til of­beld­isiðkun­ar og að árás­irn­ar hefðu verið hrotta­leg­ar. Í kjöl­far frétt­ar blaðsins kom mik­ill fjöldi sam­an fyr­ir utan lög­reglu­stöðina á Hverf­is­götu og krafðist þess að menn­irn­ir tveir yrðu hneppt­ir í gæslu­v­arðhald.Á sam­fé­lags­miðlum voru nöfn þeirra birt, mynd­ir af þeim og barni ann­ars þeirra. 

Aðspurður um framhald málsins segir Vilhjálmur að það eigi eftir að taka ákvörðun um hvort höfðað verði skaðabótamál gegn Fréttablaðinu. Hann hafi rétt fram sáttahönd þegar fallið var frá fyrra málinu í byrjun febrúar en því hafi ekki verið svarað. 

Konurnar geta kært ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV ætlar konan, sem kærði báða mennina, að gera það. Ekki mun liggja fyrir hvort hin konan kærir til ríkissaksóknara.

Frétt RÚV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert