Gleðisprengja í Hörpu í hádeginu

Það var kófsveitt stemning í Hörpu í hádeginu þar sem fólk á öllum aldri dansaði af miklum krafti til að mótmæla kynbundnu ofbeldi og minna á að mannréttindi kvenna séu brotin víða um heim. En dansinn var ekki bundinn við Hörpu því víða um land kom fólk saman í þessum tilgangi.

Á Akureyri, Seyðisfirði, Ísafirði, Neskaupstað, Höfn og í Reykjanesbæ dansaði fólk af þessu tilefni. 4000 manns alls en viðburðurinn fór fram í 200 löndum. mbl.is var í Hörpu í hádeginu og fangaði stemninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert