Viðmið bankanna ströng

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem efnahags- og fjármálaráðuneytið hafi verið að safna frá fjármálakerfinu séu líkur á því að um 40% þeirra sem taka verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára gætu ekki tekið slík lán til 25 ára, ef hámarkstími lánanna væri styttur um 15 ár, vegna þess að viðkomandi myndu ekki komast í gegnum greiðslumat.

„Það hefur legið fyrir allan tímann, samkvæmt skýrslu nefndar um afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum, frá því í janúar 2014, að ef farið yrði í að banna 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán, þá myndi greiðslubyrði lántakenda verða þyngri.

Þannig þyrfti að grípa til einhverra aðgerða til að koma til móts við þá hópa sem hafa lægstar ráðstöfunartekjur. Það verður hins vegar að segjast alveg eins og er, að það kemur á óvart að það sé þetta hátt hlutfall lántakenda, sem hafa á sl. ári verið að taka lán til 40 ára, sem myndi ekki standast greiðslumat fyrir 25 ára láni,“ segir fjármálaráðherra í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert