Fann eitraða skræputítu

Skræputíta.
Skræputíta.

„Er einhver hér sem getur frætt mig um þennan gest?“ spyr Ásta Dögg Sigurðardóttir á Facebook-hópnum Heimur smádýranna.

Þar spretta reglulega upp líflegar umræður um alls konar smádýr sem verða á vegi fólks. Þá er tilvalið að leita til stofnanda síðunnar, Erlings Ólafssonar, sérfræðings í skordýrafræði.

„Fólk er forvitið og með því að koma með pöddurnar til mín eru tvær flugur slegnar í einu höggi. Fróðleiksfýsninni er svarað og hagurinn er minn,“ segir Erling, sem var fljótur að svara kallinu. Um erað ræða blómtítu eða skræputítu, fágætan gest frá Suður-Evrópu, og hefur Erling tvisvar áður litið pödduna augum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert