Ferðamenn virða ekki lokanir

Keðjum og varúðarskiltum hefur verið komið fyrir við stíginn.
Keðjum og varúðarskiltum hefur verið komið fyrir við stíginn. Ljósmynd/Magnús Kristjánsson

Ferðamenn virða ekki lokanir og aðvaranir lögreglu við Gullfoss. Göngustígurinn niður að fossinum hefur verið lokaður síðan í haust en bílaplanið fyrir ofan fossinn er opið. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er stígurinn afar sleipur og hættulegt getur reynst að vera á svæðinu þegar fossinn er í klakaböndum.

Lögreglan vill brýna fyrir fólki að virða lokanir og aðvaranir á svæðinu.

Frétt mbl.is – Hundsa líka viðvaranir við Gullfoss.

Þá tók lögreglan á Selfossi einn fyrir hraðaakstur á Laugarvatni. Maðurinn var á 80 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Einnig var maður tekinn við akstur sem sviptur hefur verið ökuréttindum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert