Hvessir talsvert undir Vatnajökli

Hríðarveður á Vestfjörðum og Norðurlandi í dag og nótt.
Hríðarveður á Vestfjörðum og Norðurlandi í dag og nótt. mynd/Landsbjörg

Hríðarveður á Vestfjörðum og Norðurlandi í dag og nótt, hvessir og bætir í snjókomu NA-til
og á norðanverðum Austfjörðum síðdegis í dag og í kvöld.

Í kvöld hvessir einnig talsvert undir Vatnajökli með mjög snörpum vindhviðum og einnig má búast við snörpum vindhviðum við fjöll SV-til í kvöld og nótt.

Lokað er um Siglufjarðarveg og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóða.

Færð og aðstæður

Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði en snjóþekja í Þrengslum. Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir en þó sumstaðar snjóþekja.

Áframhaldandi hálka og hálkublettir eru svo víða á Vesturlandi en snjóþekja er víða á Snæfellsnesi ásamt éljagang á norðanverðu nesinu. Snjóþekja og skafrenningur er á Holtavörðuheiði en þæfingsfærð og skafrenningur á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er ófært um Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls en einnig er ófært milli Króksfjarðarness og Reykhólaafleggjara. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Miklidalur og Hálfdán. Þá er þungfært um Kleifaheiði og Gemlufallsheiði en unnið er að hreinsun. Snjóþekja og þæfingur er annars víðast hvar á láglendi.

Snjóþekja er á flestum aðalleiðum á Norðurlandi vestra en þæfingur og éljagangur er á milli Blönduós og Skagastrandar. Þá er ófært um Þverárfjall og þæfingsfærð er milli Sauðárkróks og Hofsós.
Norðaustanlands er einnig snjóþekja og víða þæfingur. Þungfært er um Mývatnsöræfi en unnið er að opnun.

Á Austurlandi er þæfingsfærð á Möðrudalsöræfum en verið er að hreinsa. Hálka eða hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert