Ferðamenn hunsuðu skilti í Langadal

Skiltið stoppaði þó ekki ferðamennina sem héldu ferð sinni ótrauðir …
Skiltið stoppaði þó ekki ferðamennina sem héldu ferð sinni ótrauðir áfram þangað til þeir höfðu fest bíla sína í snjónum. Ljósmynd/Björgunarsveitin Vopni

Skömmu eftir hádegi í dag voru björgunarsveitirnar Jökull og Vopni kallaðar út vegna erlendra ferðamanna sem höfðu fest bíl sína í Langadal. Óveður var á svæðinu og búið að loka veginum með lokunarskilti. Kom útkallið því nokkuð á óvart, líkt og segir á Facebook-síðu Vopna. 

Skiltið stoppaði þó ekki ferðamennina sem héldu ferð sinni ótrauðir áfram þangað til þeir höfðu fest bíla sína í snjónum. Ellefu ferðamenn voru í bílunum og voru þeir ferjaðir niður í Jökuldal þar sem þeim var komið í húsaskjól. 

„Þetta kostaði þá ekki neitt og nú sitja þeir glaðir og kátir í hita og skjóli, þökk sé björgunarsveitum,“ segir í færslunni á Facebook. 

Skömmu eftir hádegi í dag var björgunarsveitin Vopni boðuð út ásamt Jöklum vegna fjögurra bíla sem sátu fastir í óveðri...

Posted by Björgunarsveitin Vopni on Sunday, February 21, 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert