Bifreið eyðilagðist í bruna

Töluverður eldur og reykur myndaðist.
Töluverður eldur og reykur myndaðist.

Engan sakaði þegar eldur kviknaði í sendibifreið á Smiðjuvegi í Kópavogi í morgun. Töluverður eldur og reykur myndaðist og reyndu menn án árangurs að ráða niðurlögum eldsins með handslökkvitæki. Var því óskað eftir aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra SHS barst tilkynning um eldinn kl. 10:13. Slökkviliðsmenn voru fljótir á vettvang og gekk slökkvistarf vel. 

Eldurinn kviknaði fljótlega eftir að eigandinn setti bifreiðina í gang og liggur orsökin því í tæknilegri bilun að sögn varðstjóra SHS. Bifreiðin er gjörónýt en engar frekari skemmdir urðu vegna brunans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert