Eru ekki að bregðast landsbyggðinni

Íþróttanámið hefurfarið fram í þessu húsi á Laugarvatni.
Íþróttanámið hefurfarið fram í þessu húsi á Laugarvatni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Háskólanám í íþrótta- og heilsufræðum á frekar heima í Reykjavík en á Laugarvatni. Að sögn Jóns Atla Benediktssonar, háskólarektors, var þetta niðurstaða ítarlegrar skoðunar á vegum Háskóla Íslands.

Í því sambandi talar hann um betri aðstöðu fyrir námið í höfuðborginni auk samlegðaráhrifa við aðrar námsgreinar skólans á borð við sjúkraþjálfun og matvæla- og næringarfræði.

Jón Atli segir í Morgunblaðinu í dag, að ákvörðunin um að flytja grunnnámið frá Laugarvatni sé innra mál háskólans sem sé sjálfstæð ríkisstofnun. Hann vísar því á bug að með flutningi námsins sé háskólinn að bregðast landsbyggðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert