Metin ófær um að keyra

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kona sem lögreglan stöðvaði undir stýri bifreiðar í Hafnarfirðinum í gærkvöldi var undir svo miklum áhrifum lyfja/efna að læknir mat hana óhæfa til þess að aka bifreið sökum ástands. Þetta er meðal verkefna sem komu til kasta næturvaktar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Tvær tilkynningar bárust um innbrot. Í öðru tilvikinu var brotist inn í bifreið við Kringluna í gærkvöldi og stolið úr henni veski með greiðslukortum ofl. 

Eins var tilkynnt um innbrot á heimili í Breiðholti um fimm leytið í nótt. Ekki kemur fram hverju var stolið þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert