Spyr ráðherra um NPA-þjónustu

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um stefnu ríkisstjórnarinnar um NPA-þjónustu við fatlaða einstaklinga. Er fyrirspurninni beint til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Össur spyr hvort svigrúm sé innan fjárlaga ársins 2016 til að fjölga NPA-samningum til að mæta þjónustuþörf við fatlað fólk þegar hefðbundin úrræði duga ekki til. Þá spyr hann einnig hver sé stefna ríkisstjórnarinnar um framhald þróunar og innleiðingar NPA og hvort ríkisstjórnin geri ráð fyrir innleiðingu NPA í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017.

Spyr hann jafnframt hvað mætti ætla að margir NPA-samningar kæmust á í kjölfar lagasetningar fyrir árið 2017 annars vegar og hins vegar árið 2018 og hversu mikið er áætlað að NPA-samningum fjölgi ef lagasetning tryggir að NPA verði lögvarinn valkostur og réttur fatlaðs fólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert