Búvörusamningarnir sagðir glórulausir

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miklar umræður sköpuðust um nýja búvörusamninga stjórnvalda við bændur á Alþingi í dag og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar samningana harðlega. Beindu þeir spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í þeim efnum. Sigmundur gagnrýndi stjórnarandstöðuna á móti fyrir ómarklega gagnrýni í garð bænda.

Forsætisráðherra sagði samið við flestar stéttir Alþingis um kaup, kjör og starfsaðstöðu án þess að það væri gert úr ræðustól Alþingis. Svaraði hann þar Óttarri Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, sem sakaði stjórnvöld um skort á gegnsæi í samningum við bændur. Sigmundur sagði að samningarnir yrðu teknir fyrir á Alþingi þar sem hægt yrði að ræða þá.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórnarandstæðingar gerðu einnig athugasem við að talað væri um landbúnaðarstyrki sem kaup og kjör bænda. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, benti á að styrkirnir snerust aðallega um niðurgreiðslu á landbúnaðarframleiðslu með skattfé. Spurði hún ennfremur hvort samstaða væri um búvörusamningana á milli ríkisstjórnarflokkanna.

Sigmundur sagði búvörusamningana snúast um starfsaðstæður og kjör bænda en einnig um hagsmuni neytenda. Samningarnir snerust um að neytendur gætu keypt heilnæma innlenda gæðavöru á samkeppnishæfu verði. Auk þess snerist málið um efnahagsmál. Gjaldeyrir væri sparaður og byggðamál treyst í sessi og fjölmargt annað.

Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Eggert Jóhannesson

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, spurði hvers vegna forsætisráðherra vildi ekki ræða málið. Hvort það væri vegna þess að hann vissi að um væri að ræða slæma samninga. Verið væri að gera dýra samninga til lengri tíma án þess að verið væri að ná fram kerfisbreytingum. Styrkirnir til bænda ýti aðallega undir vaxtaorkur á þeim.

Forsætisráðherra hvatti Helga til þess að tala fallegar um bændur eins og allar aðrar stéttir. Sérstaklega þegar Helgi væri orðinn formannsframbjóðandi og vísaði þar til framboðs hans til formennsku í Samfylkingunni. Helgi sagðist leggja áherslu á að tala vel um allar stéttir. Þar á meðal bændur. Hann þyrfti enga kennslu frá Sigmundi í þeim efnum. sagði hann búvörusamningana glórulausa.

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert