Freistandi að stökkva yfir keðjuna

Það eru töluverð vonbrigði fyrir fólk, sem hefur ferðast um langan veg til að berja Gullfoss augum, að komast að því að aðgengið að fossinum er ekki jafn mikið og það hafði gert ráð fyrir. Þetta sögðu viðmælendur mbl.is við fossinn í dag en búið er að gera merkingar um lokanir greinilegri. Einn sagðist hafa verið að íhuga að fara framhjá merkingum en annar sagði að hann hefði gert það hefði einhver annar riðið á vaðið.

Að undanförnu hefur fólk gengið um lokaðan og flughálan göngustíg til að komast í návígi við fossinn en leiðsögumenn, staðarhaldarar og Umhverfisstofnun hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því ástandi sem myndast við fossinn um vetur þegar úði frá honum frýs. Mikil hætta sé á alvarlegum slysum.

Einnig var fjallað um málið í Morgunblaðinu í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert