Gæta ekki hagsmuna Íslendinga

Frá öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Frá öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Rax

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, var einn þeirra sem til máls tóku á Alþingi þegar til umræðu var hugsanleg aukin viðvera bandarísks herliðs á Keflavíkurflugvelli. Sagði hann meðal annars ofmælt að Íslendingar ættu í góðu varnarsamstarfi við Bandaríkin.

„Ég lít ekki svo á að viðskilnaður þeirra við land okkar árið 2006 hafi verið góður eða til fyrirmyndar. Hann skildi eftir samfélag suður með sjó sem var í sárum, lamað - gríðarlega mikið atvinnuleysi. Ég er ekki búinn að gleyma þeirri sögu allri,“ sagði þingmaðurinn í ræðu sinni.

Þá sagði Róbert einnig vert að hafa það í huga að þegar kæmi að hernaðarsamvinnu væru engar vinaþjóðir til. „Bandaríkjamenn eru ekki að hugsa um hagsmuni Íslendinga eða verja þá sérstaklega. Þeir gæta hagsmuna sinna og eingöngu sinna. Alveg sama þótt Davíð [Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra] hafi verið vinur Bush [fyrrverandi forseta Bandaríkjanna].“

Aukin viðvera Bandaríkjamanna hér á landi hefur verið til umræðu að undanförnu eftir að fregnir bárust af því að til standi að gera breytingar á flugskýli á Keflavíkurflugvelli til þess að hægt verði að koma þar fyrir P-8 Poseidon-eftirlitsflugvélum, en skýlið var á sínum tíma notað fyrir P-3 Orion eftirlitsflugvélar. Þarf meðal annars að breyta dyr­um flug­skýl­is­ins til þess að P-8-flug­vél­arn­ar kom­ist inn í það en stél­ þeirra er hærra en á P-3-vél­un­um.

Róbert Marshall þingmaður.
Róbert Marshall þingmaður. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert