Náðu bílnum upp úr lóninu

Jeppinn hífður upp úr lóninu.
Jeppinn hífður upp úr lóninu. Mynd/Landsvirkjun

Upp úr hádegi í dag náðist að hífa bifreiðina sem féll í Sporðöldulón í gær upp úr lóninu. Að sögn Magnús Þórs Gylfasonar yfirmanns samskiptasviðs Landsvirkjunar gekk verkið vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Landsvirkjun lagði áherslu á að ná bílnum upp sem fyrst til að forða umhverfisóhappi, svo sem olíuleka, og til að koma í veg fyrir að bíllinn bærist ekki inn í inntaksmannvirki Búðarhálsstöðvar.

Sjá frétt mbl.is: Freista þess að hífa bílinn upp

Fyrr í dag höfðu kafarar náð að festa taug í bílinn og draga hann undir ísnum að stíflugarðinum. Þá þurftu starfsmennirnir að gera vök í ísinn til þess að hífa bílinn upp úr. 

Sjá frétt mbl.is: Höfnuðu í Sporðöldulóni

Jeppinn endaði ofan í Sporðöldulíni í gær. Mennirnir þrír sem voru í bílnum komust út úr honum af sjálfsdáðum og voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Einn þeirra þurfti að flytja á sjúkrahús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert