Akureyri á kafi í snjó þriðja veturinn í röð

Mjög mikill snjór á Akureyri - Hringtorg við Borgarbraut í …
Mjög mikill snjór á Akureyri - Hringtorg við Borgarbraut í Glerárhverfi mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mjög snjóþungt hefur verið á Akureyri þriðja veturinn í röð og hafa snjómokstursmenn haft nóg að gera síðan upp úr miðjum nóvember. „Við reynum að halda þessu í horfinu,“ segir Jón Hansen, verkstjóri gatna-, snjómoksturs og malbiks hjá Akureyrarbæ. Í gærmorgun var 110 cm jafnfallinn snjór á Akureyri.

Síðan um miðjan nóvember hefur mikið snjóað á Akureyri og …
Síðan um miðjan nóvember hefur mikið snjóað á Akureyri og snjóruðningsmenn hafa staðið í ströngu við að halda helstu götum opnum fyrir bílaumferð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson



Snjódýptin á Akureyri hefur ekki verið meiri síðan veturinn 1995-1996, en Jón nefnir sérstaklega veturinn 1974-1975. „Þá áttum við engar græjur í samanburði við það sem nú er, notuðum bara jarðýtur,“ segir Jón og bendir á að uppsafnaður snjór hafi til dæmis líka verið mikill veturna 1965-1966, 1975-1976 og 1985-1986.

Mjög mikill snjór á Akureyri - Jón Hansen verkstjóri. Þarna …
Mjög mikill snjór á Akureyri - Jón Hansen verkstjóri. Þarna er hefill að skafa Borgarbraut í Glerárhverfi mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stöðug vinna

Jón segir að þrátt fyrir mikla ofankomu hafi gengið ágætlega að halda helstu umferðargötum gangandi en ekki sé hægt að fara í húsagötur vegna ruðninga. „Haugarnir eru eins og búið sé að byggja við húsin,“ útskýrir hann og segir að frá mánaðamótum nóvember/desember hafi í raun aldrei komið almennilegt hlé.

Mjög mikill snjór á Akureyri - Borgarbraut í Glerárhverfi
Mjög mikill snjór á Akureyri - Borgarbraut í Glerárhverfi mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tveir bílar eru notaðir við moksturinn, tveir heflar og fjórar til fimm hjólaskóflur fyrir utan fjórar til fimm gangstéttarvélar. Þegar þarf hefst snjóruðningur um klukkan fjögur á morgnana og er unnið eins lengi frameftir og nauðsyn krefur.

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nánast allt er á kafi í snjó á Akureyri og nágrenni og eins og gefur að skilja er nægur snjór á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. „Það er samt minnst uppi í fjalli,“ segir Jón, sem vann í snjónum á skíðasvæðinu í gær fyrir væntanlega ásókn um helgina en vetrarfrí hefjast í grunnskólum Reykjavíkur á morgun og væntanlega margir sem ætla að bregða sér norður heiðar á skíði.

Mikill snjór á Akureyri
Mikill snjór á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert