Braust inn hjá fyrrverandi unnustu

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann á tíunda tímanum í Breiðholti í gærkvöldi en hann hafði brotist inn í íbúð sem fyrrverandi unnusta hans býr í. Enginn var íbúðinni og er maðurinn vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi handtók lögreglan mann í Kópavogi sem er grunaður um innbrot í bifreiðar og fleiri brot.  Maðurinn er vistaður í fangageymslu lögreglu en þegar leitað var á honum fundust á honum fíkniefni og lyf innanklæða og verður maðurinn  því einnig kærður fyrir vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.

Lögreglan stöðvaði för ökumanns í Breiðholtinu skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna við aksturinn.

Síðdegis í gær var síðan bifreið stöðvuð á Grensásvegi / Miklubraut. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og hefur aldrei öðlast ökuréttindi.  Bifreiðin reyndist ótryggð og skráningarnúmer því klippt af.

Um átta leytið í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp / bílveltu við Kringluna til lögreglunnar.  Ökumaður var að bakka og missir stjórn á bifreiðinni sem valt.  Ekki urðu meiðsl á fólki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert