Gjaldtaka gæti verið eins og ESTA-gjaldið fyrir Bandaríkjaferð

Íslenskt VISTA-gjald, svipað og ESTA-gjald sem greiða þarf þegar farið er til Bandaríkjanna, hefði getað skilað 6,5 milljörðum króna ef hver ferðamaður hefði greitt 5.000 krónur á síðasta ári.

Helga Guðrún Johnson, sem þekkir vel til sögu ferðaþjónustunnar á Íslandi, segir að gjaldtaka hafi vafist fyrir mönnum í meira en hálfa öld og enn sé ekki komin niðurstaða.

Gjaldið er hugsað til að standa straum af þeirri uppbyggingu sem verður að eiga sér stað áður en óafturkræfar skemmdir verða á náttúruperlunum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert