Beingreiðsla við fyrstu íbúðarkaup

Húsnæðis- og leigumarkaðurinn hefur mikið verið í umræðunni síðustu misseri. ...
Húsnæðis- og leigumarkaðurinn hefur mikið verið í umræðunni síðustu misseri. Ragnar Árnason telur rétt að skoða nýja hugmynd sem byggir á því að ríkið eða einkamarkaðurinn leggi til eiginfjárframlag við fyrstu kaup gegn eignarhluta í eigninni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í staðin fyrir opinbert aðstoðarkerfi til fyrstu íbúðakaupa með lánafyrirgreiðslu fyrir milligöngu Íbúðalánasjóðs ætti ríkissjóður að leggja til beint framlag til kaupverðs gegn eignarhluta í húsnæðinu. Þetta myndi auðvelda fólki að yfirstíga fjármögnunarþröskuld við fyrstu kaup og jafnframt minnka greiðslubyrgði af slíkum kaupum. Þá torveldar þetta ekki síðari húsnæðiskaup og ætti leiðin að kosta ríkissjóð svipað og núverandi fyrirkomulag. Þetta er meðal þess sem hagfræðiprófessorinn Ragnar Árnason fjallar um í fyrirlestri sínum á morgun á Fasteignaráðstefnunni í Hörpu.

Auðveldar íbúðakaupa og minnkar umfang leigumarkaðarins

Ragnar segir fyrirkomulag sem þetta gera fólki mun auðveldara að eignast sitt fyrsta húsnæði. Þannig geti þetta nýja kerfi hjálpað til við að minnka umfang leigumarkaðarins sem hann segir þjóðhagslega óhagkvæmari en eign á húsnæði. Þá segir hann hugmyndina ekki að hafa áhrif á vaxtabótakerfið að öðru leyti en að beingreiðslan lækki þörf á lánsfé sem gæti að einhverju leyti dregið úr vaxtabótum.

3 milljónir á hvern einstakling

Hugmynd Ragnars gengur út á að hver einstaklingur gæti fengið sem svarar 3 milljónum (6 milljónir fyrir sambúðarfólk) og nýtt það fjármagn sem innáborgun á fyrstu íbúðarkaup. Ríkið fengi á móti eignarhlut sem nemur þessari innáborgun, en veðheimild væri veitt af hálfu fjármögnunaraðilans. Ragnar segir að reyndar gæti þetta fyrirkomulag líka gengið upp fyrir einkaaðila sem myndu sjá tækifæri í að fjármagna þessi kaup.

Segir hann að þannig geti einkaaðilar bæði sett á einfaldan hátt fjármuni í íbúðafjárfestingu sem alla jafna hefur skilað meiri fjárfestingu en verðbólga og svo gæti þetta verið eitthvað sem lánastofnanir myndu bjóða sem hluta af lánafjármögnun sinni.

Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor.
Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor. Eggert Jóhannesson

Gæti dugað fyrir útborgun á 20 milljóna íbúð

Sem dæmi segir Ragnar að ef par væri að kaupa íbúð fyrir 20 milljónir gæti það fengið 6 milljóna innáborgun frá ríki eða einkaaðila. Á móti væri sá hlutur í eigu þess sem fjármagnar, en parið þyrfti bara að fjármagna 14 milljónir með bæði láni og eigin fjármögnun. Ef miðað er við 70% fjármögnun fjármálastofnana gæti þessi leið því farið langt með láta fólk með lítil fjárráð til að koma þaki yfir höfuðið.

Þegar eignin væri seld seinna meir fengi svo fjárfestirinn sinn hluta söluverðsins til baka og mismunurinn væri ávöxtun yfir tímabilið.

Lækkun leiguverð og hækkun íbúðaverðs til skamms tíma

Aðspurður hvort hann telji þetta geta haft ruðningsáhrif á fasteignamarkaðinum segir Ragnar að þetta kerfi myndi væntanlega draga úr eftirspurn á leigumarkaði en auka eftirspurn á eignamarkaði. Þetta gæti þýtt lækkun leiguverðs og hækkun íbúðaverðs til skamms tíma, en til lengri tíma megi gera ráð fyrir að hvort tveggja verði í samræmi við byggingar- og endurnýjunarkostnað.

Segir Ragnar að innleiðingarferli svona kerfis þyrfti ekki að vera meira en eitt ár frá ákvörðun, þótt raunhæfara væri væntanlega að miða við 2-3 ár.

Á ráðstefnunni á morgun ætlar Ragnar að fara nánar yfir þessar hugmyndir og meðal annars setja fram útreikninga á kostnaði og samanburði við núverandi kerfi.

mbl.is

Innlent »

Hús íslenskra fræða bíður enn

08:18 Hús íslenskra fræða er eitt af þeim verkefnum sem bíða úrlausnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er í vinnslu á Alþingi. Meira »

Foreldrar meti aðstæður

08:15 Skólahald hefur ekki verið fellt niður í Árborg en foreldrar eru eins og alltaf þegar veður er vont beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum á heimasíðum skólanna. Meira »

Skoða að stækka Hótel Ísland

07:57 Fasteignafélagið Reitir hefur til skoðunar að innrétta hótel í Ármúla 7. Meðal hugmynda er að tengja reksturinn við Hótel Ísland í Ármúla 9. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir málið á hugmyndastigi. Meira »

Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

07:57 Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðsvegar um landið þegar líður á daginn. Meira »

Bílar tollstjóra í nýjum búningi

07:37 „Þetta er smá tilraunastarfsemi hjá okkur. Við prófuðum þessar merkingar á tveimur bílum og ætlum að sjá hvernig mönnum líst á þetta,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður. Meira »

Bílar farnir að kastast til

07:32 Reykjanesbrautinni var lokað fyrir umferð nú um hálfátta, en ástandið þar var farið að verða slæmt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það voru farnar að koma tilkynningar frá vegfarendum um að bílar séu farnir að kastast til á Reykjanesbrautinni,“ segir hann. Meira »

„Lægðin afhjúpar þá eðli sitt...“

07:12 Trausti Jónsson veðurfræðingur rýndi í lægðina sem gengur yfir landið í dag á bloggi sínu í gær. Á gervihnattamynd sem hann skoðaði sá hann fyrirbrigði sem kallast „hlýtt færiband“. Meira »

Skólahald fellur niður fyrir hádegi

07:27 Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Kjalarnesi fellur niður fyrir hádegi í dag, miðvikudag, þar sem von er á ofsaveðri. Búið er að loka veginum um Kjalarnes. Meira »

Lægðin „í beinni“

06:50 Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.   Meira »

Foreldrar fylgi börnum í skólann

06:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum í skólann nú í morgun, en Veður­stof­an sendi í gær frá sér app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Norður­land vestra. Meira »

Nær hámarki um klukkan 9

06:38 „Þetta verður hvellur eins og við spáðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um storm og ofsaveður sem gengur yfir landið í dag. Veðrið mun ná hámarki um klukkan 9 suðvestanlands og þar með á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Búið að loka heiðavegum

06:33 Vegagerðin lokaði á sjöunda tímanum á umferð um Hellisheiði, Þrengslin, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Þá var veginum um Lyngdalsheiði lokað klukkan 7. Meira »

Röskun þegar orðin á flugi

06:17 Veðurhvellurinn sem ganga á yfir landið í dag hefur þegar raskað flugáætlun. Þannig hefur morgunflugi Air Iceland Connect til og frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum nú verið frestað. Vélarnar áttu að fara í loftið á tímabilinu milli sjö og níu í morgun, en næstu upplýsingar um flug verða veittar kl. 11.30. Meira »

Sporðar tuttugu jökla hopa

05:30 Sporðamælingar Jöklarannsóknafélags Íslands sýna að íslensku jöklarnir halda áfram að hopa. Tuttugu jöklar af þeim 25 sem voru mældir í haust hafa hopað. Meira »

Rafmagnsvagnarnir koma í mars

05:30 Samkvæmt upplýsingum frá Yutong Eurobus tafðist afhending á rafmagnstrætisvögnum frá Kína vegna þess að aðlaga þurfti burðarvirki þeirra íslenskum hraðahindrunum. Meira »

Ekki hætta á faraldri

05:30 „Það verður að teljast afar ólíklegt að það komi faraldur, en þó gætu komi upp einhver tilfelli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um mikla fjölgun mislingasmitstilfella í Evrópu á síðasta ári. Meira »

Fótboltinn sækir fleiri fylgjendur

05:30 Knattspyrnusamband Íslands hyggst á næstunni fara í víking á samfélagsmiðlunum Facebook, Twitter og Instagram. „Við hyggjumst sækja umtalsvert fleiri fylgjendur á stóra markaði, ekki bara í Evrópu heldur meðal annars einnig í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ. Meira »

Sammælast um Vesturlandsveg

05:30 Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina, lögðu fram tillögur um úrbætur á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fundi borgarstjórnar í gær. Meira »
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...