Saltsýruleki í Hafnarfirði

Tvær stöðvar voru sendar á vettvang með eiturefnabúnað. Myndin tengist …
Tvær stöðvar voru sendar á vettvang með eiturefnabúnað. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um tuttugu lítrar af saltsýru láku úr keri í gámi fyrir utan fyrirtæki við Selhellu í Hafnarfirði í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang og tók um klukkustund að hreinsa efnið. Lekinn var bundinn við gáminn. 

Til stóð að tæma gáminn en þegar starfsmenn hófust handa fundu þeir sterka lykt. Í ljós kom að sýra hafði lekið úr einu kerinu og var gámnum því lokað og slökkvilið kallað á vettvang. Í gámnum voru nokkur tonn af saltsýru. 

Tvær stöðvar voru sendar á vettvang með eiturefnabúnað og gekk hreinsunarstarf vel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert