Fundu stera í frímerkjaalbúmum

Hér sést hvernig búið hafði verið um efnin.
Hér sést hvernig búið hafði verið um efnin. Ljósmynd/ Tollstjóri

Tollverðir haldlögðu í síðasta mánuði tvær bögglapóstsendingar sem innihéldu mikið magn stera sem komið hafði verið fyrir í frímerkaalbúmum. Skorið hafði verið innan úr albúmunum þannig að rúm fyrir þá myndaðist og voru þau síðan innsigluð með glæru plasti.

Í tilkynnginu frá embætti tollstjóra segir að albúmin hafi reynst innihalda 16.394 steratöflur og 1.635 millilítra af fljótandi sterum í stunguglösum og ampúlum.

Sendingarnar voru tvær en albúmin voru samtals 20, framleidd í Kína. Flest innihéldu þau stera en fáein voru tóm.

Málið var sent til fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur lokið rannsókn þess og telst það upplýst.

„Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum  um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.“

Albúmin innihéldu bæði töflur og fljótandi stera.
Albúmin innihéldu bæði töflur og fljótandi stera. Ljósmynd/ Tollstjóri
Ljósmynd/ Tollstjóri
Ljósmynd/ Tollstjóri
Ljósmynd/ Tollstjóri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert