Fyrstu starfsmennirnir á leiðinni

Töluverð uppsöfnuð þörf er fyrir vinnuafl hérlendis, sérstaklega í ferðaþjónustu …
Töluverð uppsöfnuð þörf er fyrir vinnuafl hérlendis, sérstaklega í ferðaþjónustu og byggingariðnaði, segir í tilkynningu frá Elju. mbl.is/Golli

Fyrstu erlendu starfsmennirnir á vegum Elju, nýrrar íslenskrar starfsmannaþjónustu, eru á leið til landsins. Gert er ráð fyrir því að fyrir lok ársins verði um eða yfir 300 erlendir starfsmenn á vegum fyrirtækisins við margvísleg störf hérlendis.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að starfsmenn Elju komi frá ríkjum EES og hefur það sömu réttindi og skyldur og aðrir starfsmenn. Þá mun það fá greitt samkvæmt íslenskum kjarasamningum, verður í íslenskum stéttarfélögum og greiðir hér skatta eins og lög kveða á um.

„Töluverð uppsöfnuð þörf er fyrir vinnuafl hérlendis, sérstaklega í ferðaþjónustu og byggingariðnaði en samkvæmt spá Seðlabankans frá síðasta ári er gert ráð fyrir að störfum fjölgi um 13.000 á næstu tveimur árum. Það er mun meira en núverandi vinnuafl mun ráð við,“ segir einnig í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert