Hálka og hálkublettir víða

Það er hálka víða.
Það er hálka víða. mbl.is/Rax

Það er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en annars eru hálkublettir nokkuð víða á Suðurlandi og hálka sumstaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar. 

Þá eru hálkublettir og hálka á Vesturlandi og hálka er á flestum leiðum á Vestfjörðum.

Víða er einnig hálka á Norður- og Austurlandi en sums staðar snjóþekja á útvegum. Snjóþekja og snjókoma er frá Djúpavogi að Hvalnesi en ófært í Hvalnesskriðum en þar féll snjóflóð.  Hálkublettir eða hálka er með suðausturströndinni og einhver éljagangur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert