Breyttar aðstæður í náttúruvá

Eldgos í fullum gangi.
Eldgos í fullum gangi. mbl.is/RAX

Breyttir tímar eru í náttúruvá að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings. Flutti hann, ásamt fleirum, erindi á málþingi Rótarýklúbbs Rangæinga í Gunnarsholti í gær.

Í Morgunblaðinu í dag segir hann aðstæður nú breyttar að tvennu leyti miðað við fyrri ár og áratugi. Annars vegar hafi hlýnun jarðar haft áhrif.

„Ég kom m.a. að því að það eru breytingar í náttúrunni sem þarf að fylgjast stöðugt með. Það eru jöklabreytingar sem valda því að ár breytast. Svo er sú hætta fyrir hendi að þegar jökulþekja bráðnar af jöklum geti orðið stórgos í þessum eldstöðvum þegar kvikuhólf komast úr jafnvægi,“ en þar á Magnús Tumi meðal annars við Kötlu og Grímsvötn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert