Leituðu að manni í Vesturárdal

Slysavarnarfélagið Landsbjörg leitaði að manninum.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg leitaði að manninum. mbl.is/Eggert

Allar björgunarsveitir á Norðurlandi vestra voru kallaðar út til leitar að manni sem saknað var í Vesturárdal í Miðfirði.

Um var að ræða bónda af svæðinu sem fór frá heimili sínu á vélsleða eftir hádegi í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Maðurinn lét vita af sér í síma um klukkan 16.30 í dag en það símtal rofnaði og eftir það náðist ekki samband við manninn.

Sleði ofan í læk

Björgunarsveitir voru kallaðar út um kvöldmatarleytið og leituðu þær mannsins í kvöld. Það var svo bóndi sem var á ferð á traktor sem fann hinn týnda. Maðurinn hafði velt sleða sínum ofan í læk og ekki náð að koma honum upp úr. Hann var heill á húfi en orðinn aðeins kaldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert