Sækja slasaðan skipverja

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, er nú á leið að erlenda flutningaskipinu LEU sem statt er um 50 sjómílur suður af Kötlutanga en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá skipinu um aðstoð vegna slasaðs skipverja.

Er áætlað að þyrlan verði komin á vettvang um klukkan 10:30 og mun hún flytja hinn slasaða á sjúkrahús í Reykjavík.

mbl.is