Upp um tugi prósenta

mbl.is/Styrmir Kári

Dæmi eru um að leigusalar fari nú fram á tugprósenta hækkanir á leigu atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Húsaleiga vegur þungt í rekstri verslana og gæti þessi þróun því komið fram í verðlagi á næstunni.

Verslunareigandi sem ræddi við Morgunblaðið í trausti nafnleyndar sagði eitt stærsta fasteignafélag landsins nú fara fram á 40-50% hækkun á húsaleigu. Slík hækkun sé þungt högg fyrir reksturinn.

Jóhann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hótel Cabin, segist á síðustu tveimur árum hafa fengið mörg tilboð á mánuði um leigu á húsnæði undir hótelrekstur á höfuðborgarsvæðinu. Leigan sé hins vegar svo há að reksturinn muni ekki bera sig, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Magnús Árni Skúlason, sérfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir hátt kaupverð fasteignafélaga á eignum í miðborginni skapa þrýsting á hækkun húsaleigu. Hækkun verðlags sé hættumerki í ferðaþjónustu.

Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir vísbendingar um að ör vöxtur ferðaþjónustu geti haft ruðningsáhrif í hagkerfinu. Mikil fjárfesting í hótelum, fólksfjölgun, vaxandi kaupmáttur og hækkandi fasteignaverð sé efniviður í þenslu. Hækkun íbúðaverðs geti orðið meiri en ella.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert