Saksóknari vill refsiauka á Sigurjón

Sigurður G. Guðjónsson og Sigurjón Árnason, skjólstæðingur Sigurðar, í Héraðsdómi ...
Sigurður G. Guðjónsson og Sigurjón Árnason, skjólstæðingur Sigurðar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þórður Arnar Þórðarson

Málflutningur í kaupréttarmáli Landsbankans hófst í morgun í Hæstarétti Íslands, en í málinu eru  Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, ákærð fyrir umboðssvik við veitingu sjálfskuldarábyrgðar á lánasamningum tveggja aflandsfélaga við Kaupþing. Héldu félögin utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og voru þau skráð á Panama. Heildarábyrgðin hljóðaði upp á 6,8 milljarða.

Sigríður Elín og Sigurjón voru bæði sýknuð í héraðsdómi í málinu og ríkissjóður dæmdur til að greiða málsvarnarlaun verjenda upp á 23 milljónir.

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, fór fram á það við upphaf málflutnings síns að ákærðu yrðu sakfelld í Hæstarétti.

Líkti málinu við Ímon-málið

Í máli sínu fór Helgi yfir málsatvik í stuttu máli, en þau eru óumdeild hjá bæði sækjanda og verjendum. Þar lýsti hann því að aflandsfélögin Em­penna­ge Inc. og Zim­hamCorp hefðu fengið ábyrgðir frá Landsbankanum þegar félögin keyptu hlutabréf í Landsbankanum fyrir 2,5 milljarða og 4,3 milljarða. Voru kaupin fjármögnuð með lánveitingu frá Kaupþingi og voru vistuð á vörslureikningi í þeim banka. Átti þetta sér stað í júlí 2006, en í júní ári seinna voru bréfin og ábyrgðin flutt að fullu yfir í félagið Empennage og skilmálum lánasamningsins breytt, m.a. með lengingu samningsins um 2 ár.

Sigurjón og Sigríður Elín samþykktu þessi viðskipti og í seinna málinu hefur ekki fundist neitt staðfest ákvörðunarblað í málinu.

Líkti Helgi málinu við Ímon-málið, þar sem Sigurjón og Sigríður Elín voru dæmd í fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun fyrir sölu á eigin bréfum til tveggja aflandsfélaga og lánað til viðskiptanna.

Vísaði hann til þess að samkvæmt lánareglum bankans ætti ekki að samþykkja neinar meiriháttar lánveitingar utan lánanefndarfunda. Þá spurði hann hvort það væri í raun hægt að segja að 6,8 milljarða lánveiting til eignarlausra aflandsfélaga væri ekki áhættusöm.

Vildi skoða refsiþyngingu fyrir Sigurjón

Sagði Helgi að við ákvörðun refsingar í þessu máli ætti að horfa til niðurstöðunnar í Ímon málinu, þar sem um sambærileg brot væri að ræða. Í því máli fékk Sigurjón 3,5 ára fangelsi og Sigríður Elín 1,5 ára fangelsi.

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lagði hann það jafnframt fyrir dóminn að skoða mögulegt refsiþyngingarákvæði samkvæmt 72. grein almennra hegningarlaga í brotum sem þessum. Sagði Helgi að væntanlega væri ekki hægt að flokka málið sem vanabrot þar sem fyrri mál sem Sigurjón og Sigríður Elín hafa verið dæmd fyrir gerðust eftir málsatvik þessa máls. Aftur á móti sagði hann að dómurinn ætti að skoða hvort ákvæði um að brotin hafi verið framin í atvinnuskyni eigi þarna við, ekki síst í ljósi alvarleika brotanna. Sagði hann þetta geta haft talsverð áhrif á fleiri mál tengd hruninu, en meðal annars hafa fyrrverandi starfsmenn Kaupþings náð hámarksrefsingu ásamt Sigurjóni í fyrri málum.

„72. gr. Hafi maður lagt það í vana sinn að fremja brot, einn­ar teg­und­ar eða fleiri, eða hann ger­ir það í at­vinnu­skyni, má auka refs­ing­una svo, að bætt sé við hana allt að helm­ingi henn­ar. Eigi ít­rek­un á þessu sér stað, má refs­ing­in tvö­fald­ast.”

Útreikningar til að reikna út „svikamyllu“

Helgi fór svo yfir nokkur gögn sem verjendur hafa lagt fram í málinu og benti meðal annars til útreikninga sem verjendur höfðu óskað eftir frá Hersi Sigurgeirssyni. Sagði Helgi útreikningana „ekki pappírsins virði“ og að um hefði verið að ræða „pantað mat.“ Sagði hann að í ljósi fyrri dóma í Landsbankamálum hefði meðal annars Sigurjón verið dæmdur fyrir að hafa haldið gengi bankans uppi og því skipti ekki máli hvernig útreikningar væru gerðir til að reikna út „svona svikamyllu“ þar sem gengi bréfanna réðst af gjörðum hans sjálfs. Sagði hann því ekkert mark takandi á gengi bankans á þessum tíma. Sagði Helgi að þar sem um væri að ræða hlutabréf sem gætu hækkað og lækkað væri því alltaf um áhættu að ræða þegar lánað væri út fyrir slíkum kaupum, eins og í þessu máli.

Hver var auðgunarmöguleikinn?

Dómari í málinu spurði Helga að loknum málflutningnum um auðgunarmöguleika Landsbankamanna vegna málsins. Hvort ekki væri um að ræða auðgunarmöguleika fyrir Kaupþing. Svaraði Helgi því að auðvitað væri ábyrgðin til að ábyrgjast útlán Kaupþings og til að mæta mögulegu veðkalli á félögin. Aftur á móti hefðu þau lán sem Kaupþing veitti væntanlega ekki verið veitt nema með ábyrgðinni og þar væri að ræða lán um kauprétti starfsmanna Landsbankans.

Frétt mbl.is: Sigurjón og Elín sýknuð

Frétt mbl.is: Niðurlægður af sérstökum saksóknara

Frétt mbl.is: Bankastjóri dofinn í starfi

Frétt mbl.is: Í rúminu með vinkonu eiginkonunnar

Frétt mbl.is: Vorum að draga úr áhættu

mbl.is

Innlent »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur útaf er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna, sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »

Bannar sæbjúgnaveiðar í Faxaflóa

15:28 Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur gert all­ar veiðar á sæ­bjúg­um óheim­il­ar frá og með deg­in­um í dag, á til­teknu svæði á Faxa­flóa. Þetta kem­ur fram í reglu­gerð ráðuneyt­is­ins, sem sögð er falla úr gildi 31. ág­úst næst­kom­andi. Meira »

Sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls

15:16 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar konu á Fimmvörðuhálsi. Konan er slösuð á fæti og er stödd ofarlega á Fimmvörðuhálsi, miðja vegu milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála. Meira »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Ekkert fæst frá Isavia fyrr en á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...