Hafði í hótunum við móður sína

Lögreglan handtók mann í Grafarvogi sem hafði í hótunum við …
Lögreglan handtók mann í Grafarvogi sem hafði í hótunum við móður sína.

Skömmu fyrir miðnætti var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um heimilisofbeldi í íbúð í Grafarvogi. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn en hann hafði haft í hótunum við móður sína og var búinn að skemma innanstokksmuni. Hann var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann var vistaður í fangageymslu.

Laust fyrir klukkan eitt í nótt var lögreglunni tilkynnt um bifreið sem ekið hafði verið á tvo ljósastaura við gatnamót Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar. Bifreiðin valt við óhappið en ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Piltur var handtekinn um hálftvöleytið í nótt við að spreyja á húsvegg í vesturbænum. Hann var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Að lokinni upplýsingaöflun og eftir að hafa rætt við piltinn var hann látinn laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert