Varað við stormi á morgun

Vindaspáin klukkan 20 á morgun.
Vindaspáin klukkan 20 á morgun. mynd/Veðurstofa Íslands

Búist er við stormi (meira en 20 metrum á sekúndu) við suðvesturströndina og á Miðhálendinu seint á morgun. Þetta kemur fram í viðvörun sem Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér.

Í kvöld verður fremur hæg austlæg átt, dálítil él á Austfjörðum og við suðurströndina, en víða léttskýjað norðanlands. Frost yfirleitt 0 til 12 stig, kaldast fyrir norðan.

Á morgun verður vaxandi austan- og suðaustanátt með lítilsháttar snjókomu, 13-23 m/s og rigningu eða slyddu seint á morgun. Hvassast verður við suðvesturströndina. Hægari vindur og þurrt fyrir norðan, en hvessir þar og fer að snjóa um kvöldið. Hlýnandi veður.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert