Vilja hífa gesti með krana í 45 m hæð

Dinner in the Sky.
Dinner in the Sky.

Hópur sem Jóhannes Stefánsson veitingamaður, kenndur við Múlakaffi, og Jón Axel Ólafsson, útgefandi hjá Eddu, eru hluti af hefur uppi áform um að opna háloftaveitingastað á Klambratúni í sumar.

Hefur hópurinn tryggt sér leyfi til þess að opna staðinn, sem þekktur er undir vörumerkinu Dinner in the Sky og á rætur að rekja til Belgíu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Axel verkefnið vera í ferli í borgarkerfinu þar sem tilheyrandi leyfi þurfa að fást áður en hægt er að hefja rekstur. Sambærilegir staðir eru í 53 borgum um allan heim. Gestir eru festir með beltum og hífðir upp í allt að 45 metra hæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert