Brim sektað vegna ólöglegra veiða Kleifabergs

Kleifaberg í slipp. Mynd úr safni.
Kleifaberg í slipp. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Norska landhelgisgæslan stöðvaði íslenska togarann Kleifaberg, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Brims, vegna gruns um ólöglegar veiðar í norskri landhelgi sl. fimmtudag. Greint er frá þessum í norskum fjölmiðlum. 

Á fréttavefnum Nordlys er haft eftir Håkon Engevik hjá norsku landhelgisgæslunni, að Kleifaberg hafi verið stöðvað við Fugløybanken norður af Tromsø. Hann segir að skipið hafi verið á ýsuveiðum. 

Íslenskum skipum er heimilt að veiða Norðuríshafsþorsk innan efnahagslögsögu Noregs en það er hins vegar háð sérstöku leyfi Fiskistofu. Íslenskum skipum er aftur á móti óheimilt að stunda ýsuveiðar að sögn Engevik. 

Aðspurður segist hann ekki geta veitt upplýsingar um heildarmagnið, en Brim hefur hins vegar verið sektað um 350.000 norskar krónur, jafnvirði 5,2 milljónir króna, vegna málsins.

Engavik segir ennfremur að þrátt fyrir þetta fái Kleifaberg að halda aflanum.

Hann segir ennfremur að Brim hafi lagt fram tryggingar og muni greiða sektina. Engevik segir að þar með sé málinu lokið af hálfu norskra yfirvalda og Kleifaberg megi því hefja veiðar á nýjan leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert