Búið að loka Hellisheiðinni

Búið er að loka Hellisheiðinni fyrir umferð.
Búið er að loka Hellisheiðinni fyrir umferð. mbl.is/Malín Brand

Hellisheiði hefur verið lokað fyrir umferð en opið er um Þrengslin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Skafrenningur hefur verið á Hellisheiðinni og skyggnið slæmt.  

Í samtali við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing í dag kom fram að vindurinn myndi ná hámarki í kvöld.

Reiknaði hann með því að veðrið myndi ganga niður suðvestanlands og á Suðurnesjum fyrir miðnætti en annars staðar tiltölulega snemma í nótt.

Frétt mbl.is: Bylurinn alveg að skella á

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert