Hafði hótað að kveikja í sér

Frá Arnarholti á Kjalarnesi.
Frá Arnarholti á Kjalarnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir voru kallaðar út að Arnarholti á Kjalarnesi fyrir skömmu vegna hælisleitanda sem hótað hefur að kveikja í sér.

Arnarholt var breytt í verkefnamiðstöð fyrir hælisleitendur í fyrra en var þar áður end­ur­hæf­ing­armiðstöð fyr­ir geðsjúk­a.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var dælubíll og sjúkrabíll sendur á staðinn.

Uppfært 20:40

Aðgerðum er lokið í Arnarholti að sögn Valgarðs Valgarðssonar aðalvarðstjóra á Lögreglustöð 4 í Reykjavík. Segir hann engan hafa sakað og að í raun sé ekki ljóst hversu alvara manninum var með yfirlýsingum sínum eða hvort hann hafi verið til þess búinn að færa þær í framkvæmd.

„Það voru kallaðir til frekari viðbragðsaðilar til að hafa þetta á hreinu,“ sagði Valgarður í samtali við mbl.is. „Hann hafði haft þetta á orði og menn taka svona alvarlega. Það var kallað til meira lið til að tryggja öryggi allra.“

Hann segist ekki hafa upplýsingar um hvað bjó að baki þessum hugmyndum mannsins og að framhaldið sé í höndum Útlendingastofnunar.

 Ný frétt mbl.is: Undir eftirliti Útlendingastofnunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert