Kvikmyndagerð er stóriðja

Unnið að tökum kvikmyndarinnar Fyrir framan annað fólk, eftir Óskar …
Unnið að tökum kvikmyndarinnar Fyrir framan annað fólk, eftir Óskar Jónasson. Hún var frumsýnd í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Um 1.300 ársverk voru í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum á Íslandi árið 2014 og jafnaðist hann á við þrjú stóriðjuverkefni.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Capacent vann fyrir FRÍSK – Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði í samvinnu við SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Með óbeinum áhrifum voru ársverkin vegna greinarinnar um 2.000 árið 2014, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Launagreiðslur í greininni voru tæplega 13 milljarðar króna 2014. Bein og óbein velta kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarins á Íslandi það ár nam alls um 45 milljörðum króna. Af því var dreifing kvikmynda- og sjónvarpsefnis upp á 10,4 milljarða króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert