Óþarfa myndbirtingar á börnum

Of algengt er að fólk birti myndir af börnum á netinu og samfélagsmiðlum án þess að leiða hugann að því hvernig upplifun þeirra komi til með að verða af birtingunni. Börnum sé stundum stillt upp til að afla málefnum stuðnings án þess að hagur þeirra sé að leiðarljósi að sögn Þóru Jónsdóttur, lögfræðings Barnaheilla.

Hún flutti erindi um efnið á málþingi sem haldið var í tilefni af Degi Sjaldgæfra Sjúkdóma í dag og Þóra segir að fólk og fjölmiðlar þurfi að vera miklu meðvitaðri um hvaða afleiðingar það geti t.a.m. haft að birta myndir af börnum í tengslum við erfiðar aðstæður eða atburði. 

Í myndskeiðinu er rætt við Þóru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert