Píratar leita til vinnustaðasálfræðings

Þingmenn Pírata.
Þingmenn Pírata.

Þingflokkur Pírata hefur nú hafið við að laga samskiptaerfiðleika innan flokksins með aðstoð vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokknum nú í kvöld.

Miklar deilur hafa staðið innan þingflokksins undanfarnar vikur, sér í lagi vegna umræðunnar um leiðtogahlutverk innan flokksins. Meðal annars sakaði Birgitta Jónsdóttir Helga Hrafn Gunnarsson um gleymsku og stórkostlega mikla rangfærslu í viðtali við Kjarnann. Þá hefur Helgi Hrafn beðið Birgittu afsökunar á orðum sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið nýverið.

Í tilkynningunni segir að þau hafi hafist handa við að vinna úr þessum erfiðleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings og að það hafi verið mannbætandi ferli sem þingmennirnir njóti þegar góðs af með lausnarmiðaðri aðferðarfræði um hvernig megi vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi.

Það hafi verið samhugur í þingflokknum að fara þessa leið og segja þau hana hafa skilað miklum árangri á skömmum tíma. 

Sjá frétt mbl.is: Samskiptin eins og í ofbeldissambandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert