Stútfull af hita

Um eitthundrað nemendur taka þátt í uppsetningu verksins.
Um eitthundrað nemendur taka þátt í uppsetningu verksins. Ljósmynd/Emil Örn Kristjánsson

„Sannkölluð spænsk veisla,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri og höfundur nýrrar leikgerðar Blóðbrúðkaups eftir Federico Garcia Lorca, sem Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík frumsýndi á Herranótt á föstudaginn í síðustu viku. Leikverkið verður sett aftur á fjalirnar í Gamla bíói í kvöld, 29. febrúar og nokkrum sinnum í mars.

„Tónlistin er eftir Leonard Choen, sem var mikill aðdáandi Lorca og samdi tónlist við mörg verka hans. Hagmæltir nemendur skólans þýddu textana á íslensku,“ segir Jón Gunnar.

Blóðbrúðkaup er klassísk saga um ástir og ástríður, hefðir og hefnd, mannlegt eðli og einstaklingsfrelsi. Söguþráðurinn fylgir brúði sem flýr með fjölskylduóvininum á brúðkaupsdeginum. Sýningin er ætluð öllum aldurshópum og er stútfull af hita, tónlist og rythmískum dansi með þátttöku hátt í eitt hundrað nemenda skólans.

Tónlistin í verkinu er eftir Leonard Choen.
Tónlistin í verkinu er eftir Leonard Choen. Ljósmynd/Emil Örn Kristjánsson

Leikstjórinn, tónlistarstjórinn, danshöfundurinn og búningahönnuðurinn eru engir nýgræðingar. Jón Gunnar hefur leikstýrt tugum verka hér heima og erlendis, t.d. setti hann nýlega upp sýninguna Vegbúar í Borgarleikhúsinu. Björn Thorarensen tónlistarstjóri sér um kór- og hljómsveitarútsetningar og stýrir efnilegri tólf manna hljómsveit sem eingöngu er skipuð MR-ingum. Danshöfundurinn Guðmundur Elías Knudsen, hefur unnið með Íslenska dansflokknum og í Borgarleikhúsinu, og búningahönnuðurinn Agnieszka Baranowska við útlitshönnun í leikhúsi og kvikmyndum víða um heim.

Lorca var ljóðskáld, leikritahöfundur og leikhússtjórnandi og eitt dáðasta skáld Spánverja. Hann barðist fyrir félagslegum jöfnuði og réttindum samkynhneigðra. Mörg verka hans spegla þessar skoðanir. Lorca var skotinn til bana í byrjun spænsku borgarstyrjaldarinnar 1936.

Miðasala er á midi.is og í MR.
Það er nóg um átök af ýmsu tagi í sýningunni.
Það er nóg um átök af ýmsu tagi í sýningunni. Ljósmynd/Emil Örn Kristjánsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert