Rannveig og Katrín á bryggjunni

Rannveig Rist og Katrín Pétursdóttir í vinnugöllunum.
Rannveig Rist og Katrín Pétursdóttir í vinnugöllunum. mbl.is/Golli

Rannveig Rist, forstjóri  Rio Tinto Alcan á Íslandi, var á meðal þeirra stjórnenda sem undirbjuggu útskipun á áli í Straumsvík fyrir skömmu. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis og stjórnarmaður í Rio Tinto Alcan, tók einnig til hendinni.

Þær voru staddar á bryggjunni við að setja festingar á ál til að hægt væri að hífa það upp í krana og flytja yfir í flutningaskip.

Útskipunin á álinu er að hefjast en ekki er langt síðan byrjað var að keyra ál í lyfturum út á bryggjuna.

Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins hafa verið á svæðinu til að fylgjast með hvort stjórnendurnir séu með tilskilin leyfi til að ganga í störf þeirra verkamanna sem eru í verkfalli.

Frétt mbl.is: Útskipun hefst um hádegisbilið 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert