„Vilja láta reyna á leikþáttinn“

Rannveig Rist, ásamt öðrum stjórnendum, að störfum á bryggjunni.
Rannveig Rist, ásamt öðrum stjórnendum, að störfum á bryggjunni. mbl.is/Golli

Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna í Straumsvík, segir að Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, sé líkast til eini stjórnarmaður Rio Tinto Alcan á Íslandi sem hefur tekið þátt í útskipuninni í Straumsvík.

Auk hennar eru þrír Frakkar í stjórninni , sem eru ekki á landinu, og Þórður Reynisson, fulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Gengur hægt fyrir sig

Tólf stjórnendur hafa tekið þátt í útskipuninni, eða Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjórar deilda, staðgengill framkvæmdastjóra og verkstjórinn yfir löndunardeildinni. Þeir mega allir ganga í störf verkamannanna sem eru í verkfalli.

Aðspurður segir Gylfi að það gangi hægt að flytja álið yfir í flutningaskipið. „Þetta gengur mjög hægt en þau vilja láta reyna eitthvað á þennan leikþátt sinn,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert